Fréttir

Álag á sauðfjárinnlegg haustið 2024

Álag á sauðfjárinnlegg eftir sláturvikum haustið 2024 hjá sláturhúsum Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi og Húsavík verður samkvæmt töflu að neðan.

Vika 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44
Dilkakjöt 25% 22% 20% 14% 8% 2% 0% 0% 0% 0%

Ekkert álag verður greitt fyrir fullorðið.

Fyrirkomulag heimtöku og verðskrá fyrir heimtekið veður óbreytt frá fyrra ári.

Lamb – fyrstu 20 skrokkarnir á hvert búsnúmer 4.500 kr. pr. stk.
Lamb – magn umfram 20 skrokka 5.000 kr. pr. stk.
Fullorðið – 5.500 kr. pr. stk.

Sjö parta sögun er innifalin í sláturkostnaði.
Fínsögun – fyrstu 20 skrokkarnir á hvert búsnúmer 800 kr. pr. stk.
Fínsögun – magn umfram 20 skrokka 1000 kr. pr. stk.

Sláturhús Kjarnafæðis Norðlenska hafa árum saman sent heimtöku innleggjenda á næsta afgreiðslustað flutningsaðila (Flytjanda) þeim að kostnaðarlausu og verður engin breyting þar á nú.

Kjarnafæði Norðlenska getur bætt við sig slátrun og óskar eftir nýjum innleggjendum í viðskipti.  

Hafa má samband við Sigmund Hreiðarsson á Húsavík, simmih@kn.is; Gunnhildi Þórmundsdóttur á Blönduósi, gunnhildur@kn.is vegna slátrunar.  
Símanúmer Kjarnafæðis Norðlenska er 469-4500.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook